Straumar í innanhúshönnun 2022

Brunette

Árið 2022, þriðja árið sem við förum inn í alheimsfaraldur, verður innanhúshönnun þægilegri og hlýlegri. Þó Covid sé á undanhaldi og takmörunum hafi verið aflétt þá hefur þetta tímabil einangrunar haft áhrif á okkur og á hönnun framtíðarinnar. Undanfarna mánuði og ár hefur fólk eytt meiri tíma inn á heimilunum en áður. Á Covid tímabilinu hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna hvaða áhrif umhverfið hefur á okkur, ekki einungis á skap okkar heldur einnig á heilsu okkar og líðan. Fólk virðist huga meira að hlýleika, stærð rýmis og þægindum. Form, munstur og náttúruleg lita palletta með áhrifum frá stefnum eins og Feng Shui og japönsku heimspekinni Wabi Sabi þar sem ófullkomleikinn skipti máli. Mjúkar bogadregnar línur, ólíkar áferðir og yfirborð sem minnir á náttúru er meðal þess sem hefur áhrif á tísku strauma árið 2022. Það má segja að árið 2022 sé hið fullkomna ár fyrir fólk í húsgagnahugleiðingum.

Stundum er tískan þannig að það minnir á stórt hár og herðapúða 9. áratug síðustu aldar, við vonum að það komi aldrei aftur. Í ár er hins vegar tískan þannig að hún mun líklega eldast vel. Hún er samband af nokkrum fallegum tímabilum, litirnir náttúrulegir og hlýir. Húsgögn sem minna á 8. áratug síðustu aldar með mjúkum línum. Litirnir súkkulaði brúnn og ljós camel ásamt terracotta, savlíu grænum og sinnepsgulum. Þetta er viðsnúningur frá gráu tónunum sem hafa verið alls ráðandi innanhúss undanfarin ár.

Mismunandi áferðir eru mikilvægar þegar blanda á saman hlutlausum jarðlitum t.d. púðar í ólíkum efnum og áferðum og húsgögn í mismunandi áklæðum. Mjúkt flauel, áferðarmikil áklæði eins og „boucle“ með stórum loftkenndum lykkjum í bland við ofin áklæði og mjúkar mottur.

 

  1. Brúnir súkkulaði tónar í sambland við kamel lit. Þessir hlýju litir eru í mótvægi við gráa litinn sem hefur verið vinsæll undanfarin misseri. Litaskalinn sem koma skal 2022 verður m.a. alls konar brúnir tónar.

 

Chocolate
Chocolate: https://seimei.is/vara/chocolate-hornsofi/

 

  1. Undur maximalismans – Tískustraumar fara yfirleitt hring eftir hring. Minimalisminn hefur verði vinsæll svo lengi að nú er farið er að glitta í maxíamlismann aftur. Við gætum átt von á því að sjá meira af skrautlegum og einstökum hlutum eins og tilkomu miklar ljósakrónur, skrautlegt veggfóður, antík og handunnin teppi.
Zeus
Zeus: https://seimei.is/vara/zeus-sofi/

 

  1. Persónuleg rými – eftir einangrun á Covid tímum hefur fjölskyldan fundið fyrir því hversu nauðsynleg friðhelgin er. Að búa til prívat rými heimafyrir hefur orðið mikilvægara en áður. Pláss til að geta íhugað, pláss til að geta verið einn með sjálfum sér og hlaðið batteríð. Við höfum á síðasta ári séð fólk vinna heima við borðstofuborðið með tölvur í rangri vinnuhæð og litlu næði. Nú hefur orðið vakning fyrir því að á heimilinu sé rými þar sem fólk getur unnið og verið með sjálfu sér í friði og ró. Blönduð rými þar sem hægt er að vinna í friði en sem einnig nýtst til annars verða algengari.
Brunette
Brunette:https://seimei.is/vara/brunette-skrifbord/

 

  1. Sterk og öðruvísi – á árinu 2022 munum við sjá dekkri og mettaðari liti. Áberandi áklæð með sterkum bláum lit eða sterkum sítrín eða raf lit með espresso eða óræðum litum með gráum tónum. Fólk vill njóta sín heima fyrir og litaval verður frjálsara með munstrum og skrauti sem við höfum ekki séð árum saman. Frískandi en samt fáguð innanhúshönnum verður vinsælli, þar sem smáatriði í skrauti gefur rými karaktereinkenni.
Bordstofa
Borðstofa
  1. Bogadregin form – ólík form skapa ólíka þemu og stemningu. Við munum sjá meira af bogadregnum línum í húsgögnum, í lýsingar hönnun og á heimilinu almennt. Bogadregnar línur mykja og róa umhverfið. Bogadregin form virka á ómeðvitaðan hátt öruggari og vinalegri. Þessi mjúku form eru stóra trendið árið 2022 bæði í húsgögnum og arkítektúr. Allt frá veggjum, skápum, sófum, borðstofuborðum og stólum þá eru þessi bogadregnu form ráðandi. Horn á húsögögnum eru mjúk og sófabök ávöl. Bogadregnir skápar og skenkar í hlýjum viðartegundum með vott af „retro“ verða áberandi.
Cloud
Cloud: https://seimei.is/vara/cloud-sofi/

 

  1. Náttúrlegt yfirborð og áferðir – hrá, gljúp og náttúrleg efni gefa dýpt og líkja eftir róandi yfirbragði náttúrunnar. Þetta afturhvarf til náttúrunnar í hönnun hefur t.d. vakið áhuga á plöntum innandyra, stórum trjám, allt frá ólífutrjám til magnólíutrjáa, því stærri því betra. Áhugi á stórum leirkerum fyrir þessar plöntur hefur einnig aukist og víða má sjá ker úr viði, stein og leir sem glæða rými lífi.
Riga
Riga: https://seimei.is/vara/riga-sofabord-thrju-saman/
  1. Svartir „fylgihlutir“ verða áberandi 2022. Svartir gluggakarmar, hurða og skápa húnar og eldhús og baðherbergis kranar. Svart er stílhreint og einfalt, passar með flestu.

 

Svartir fylgihlutir
Svartir fylgihlutir

 

  1. Að blanda efnum og stílum – Að eiga einstaka hluti sem eru ekki nauðsynlega eins og allir aðrir eiga hvetur til notkunar á ólíkum efnum í húsgagnahönnun. Hlutir þar sem við, málmi og steini er öllu blandað saman gerir hlutinn einstakari. Þetta sambland af efnum minnir á stíl áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Alveg eins og stóll úr gegnheilum við frá miðri síðustu öld getur aukið á hlýleika rýmis með nútímahönnun. Með því að breyta eða laga það gamla færum við söguna og andann inn í rými um leið og við minnkum fótspor okkar.

Afturhvarf til gamalla hefða með blöndun á nýjum og gömlum hlutum með sögu. Efnisval verður náttúrulegra, marmari, hlýr viður, lín og mohair. Efni sem eru náttúrulegri og hlýlegri viðkomu.

Þar sem sjálfbærni er ofarlega í huga fólks skiptir ending húsgagna meira og meira máli. Að kaupa ekki hluti sem endast í stuttan tíma. Persónlegur og varanlegur stíll skiptir æ meira máli, að hafa sinn eigin stíl er ekki aðeins fallegt og einstakt heldur einnig gott fyrir umhverfið líka.