Hvað er hör og hvað er lín?

Sunshine saengurver Nude 2

Lín er unnið úr tefjum hörplöntunnar. Þannig að það má segja að þetta tvennt sé sitt hvor hliðin á sama peningnum. Hör er plantan (e. flax), lín er afurð hörplöntunnar.

Mest af hörframleiðslu heimsins er í norðanverðri Evrópu, við Ermasundið, Norðurhafið og Eystrasaltið. þar sem skilyrði eru ákjósanleg fyrir þessa harðgerðu plöntu. Þó hör sé ræktaður víðar þá er hör frá þessu svæði talinn bestur til framleiðsu á líni.

 Flax
Hör

Hör er harðger planta sem vex ágætlega í næringarsnauðri mold og þarf enga vökvun umfram rigningu. Samkvæmt Sambandi Evrópskra Hör og Hamp framleiðenda þá þarf einungis 6,4 lítra af vatni til að framleiða lín skyrtu úr hör en 2.700 lítra af vatni til að framleiða sambærilega skyrtu úr bómull. Þetta er enginn smá munur og vert að hafa í huga fyrir fólk sem vill hugsa um umhverfið. Einnig þarf ekki skordýraeitur, arfaeitur eða sveppameðöl við ræktun á hör. Mjög lítið af plöntuninni fer til spillis. Aðrir hlutar plöntunnar eru notaðir til manneldis s.s. trefjar í fæðubótarefni. Lín er mjög endingargott vegna þess hve sterkt það er, þarna komum við enn og aftur að umhverfinu.

Lín er mjög rakadrækt efni sem andar mjög vel. Lín er talið 30% sterkara efni en bómull og endist einnig mun lengur. Bómull virkar oft mun mýkri en lín í byrjun en línið verður mýkra með hverjum þvotti og því oftar sem það er notað meðan bómullin harðnar með tímanum. Sagt er að lín sængurver geti enst í þrjátíu ár og batni bara með tímanum meðan bómullar sængurföt endast að meðaltali í fimm ár.

Sunshine saengurver, White
Sunshine sængurver frá Himla

 

 

Helstu ókostir líns er verðið, sem getur verið hátt, á góðu líni í byrjun en endingartíminn og gæðin bæta þetta upp. Sumum finnst það ókostur hvað lín krumpast en það er einmitt sjarminn við línið, það á að vera aðeins krumpað og það er stór kostur að þurfa ekki að eyða tíma í að stauja sængurverin því þau eiga að vera aðeins krumpuð. Reyndar er hægt að koma í veg fyrir mestu krumpurnar með því að spreyja á línið línspreyi frá Washologi.

Lín er ekki ofnæmisvaldandi, drepur bakteríur og er mjög rakadrægt efni, það getur dregið í sig 20% af þyngd sinni af vatni. Þetta dregur raka burt frá húðinni og jafnar hitastig húðarinnar. Vegna þessa verður fatnaður unninn úr hör of fyrir valinu yfir sumarmánuði í suður Evrópu.

 

Öll elskum við smá lúxus tilfinningu í rúminu þar sem við eyðum svo miklum tíma. Sængurfötin eiga að vera úr þægilegasta efni sem völ er á, sem flestum finnst vera annað hvort bómull eða lín. Bæði þessi efni eru frábærir valkostir en munum að bómull er ekki það sama og bómull og lín er ekki það sama og lín. Mest af hörframleiðslu heimsins er í norðanverðri Evrópu. Þaðan er hún flutt út til ýmissa landa í heiminum þar sem lín er unnið úr henni með misjöfnum framleiðslu aðferðum.

Sunshine koddaver, white
Sunshine

 

 

 

Sænska fyrirtækið Himla framleiðir mikið af línvörum úr hör. Þessi hör er ræktuð í Eistrasaltsríkjunum, gæða lífræn hör, ræktuð við rétt skilyrði. Hún er þétt ofin, sterk og endingagóð. Seimei selur rúmföt, rúmteppi, púða og fleira unnið úr hör frá Himla.

 

Levelin pudi og teppi
Levelin pudi og teppi Silence litur