Almennt:

Seimei er verslun við Ármúla 20, 108 Reykjavík, við erum einnig með vefverslun seimei.is.

Simi í verslun er 552 9641

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, seimei.is.

 

Afhendingartími:

Seimei gengur frá pöntun um leið og greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla berst fær kaupandi senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti. Afhendingartími er að jafnaði 1-4 virkir dagar frá því að gengið hefur verið frá pöntun og að greiðsla hefur átt sér stað. Vörur eru keyrðar heim að dyrum innan höfuðborgarsvæðisins, þó þarf að sækja húsgögn og stærri hluti í verslun okkar eða við getum séð um að panta sendiferðabíl eftir samk0mulagi og láta senda vöru heim til viðskiptavina.

Viðskiptavinum er velkomið að sækja vöru til okkar, slíkt er gert eftir samkomulagi.

 

Sendingarkostnaður:

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Sendingarkostnaður fellur niður á pöntunum umfram 15.000 kr. innan höfuðborgarsvæðisins.

Athygli er vakin á því að kaupandi greiðir sendingarkostnað vegna stærri vara sbr. húsgögn.

 

Greiðsla:

Viðskiptavinir geta valið um að greiða með greiðslukorti eða millifærslu. Ef valið er að greiða með millifærslu sendum við kaupanda tölvupóst með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Pöntun er afgreidd um leið og millifærsla hefur verið móttekin. Sé valið að greiða með millifærslu þarf greiðsla að berast innan tveggja sólarhringa svo að pöntun sé gild.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Það skiptir okkur miklu máli að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með vörur og þjónustu fyrirtækisins. Við veitum 10 daga skilafrest á vörum pöntuðum í netverslun og fulla endurgreiðslu vörunnar við skil, að því tilskildu að varan sé ónotuð og sé skilað í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Skilafrestur byrjar að líða þegar varan er afhent móttakanda. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef þessi skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöruna á ný. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem fram kemur á pöntunarstaðfestingu. Sömu skilmálar eiga við um vörur sem keyptar eru í verslun.

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda, nema að kaupandi hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenda. Kaupandi getur skilað vörunni beint til Seimei án milligöngu póstaðila skv. samkomulagi.

Kvittun verður að fylgja vörunni þegar henni er skilað eða skipt.

 

Móttaka vöru:

Kaupandi skal við móttöku vöru athuga innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pöntun og vörulýsingu. Þá skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni tilkomnar vegan flutnings. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 10 daga.

 

Galli:

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa (endurgreiðslu). Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

 

Ábyrgð:

Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenda. Ef söluhlut er ætlaður verulega lengri líftími en almennt gengur og gerist er frestur til þess að kvarta 5 ár.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur einnig úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.

Seljandi ábyrgist að vörur komist heilar á leiðarenda. Allar vörur eru keyrðar heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu. Sendingar út á land eru sérstaklega vel innpakkaðar og brothættar vörur pakkaðar og merktar þannig að þær fái viðeigandi meðhöndlun.

Heimlán á vörum: við heimlán á vörum er tekin greiðsla á kreditkort sem er bakfært ef vöru er skilað. Skil á vöru í heimlán skal vera næsta dag eftir sölu. Ef lengri tími líður er vara ekki endurgreidd en kaupandi fær þá innleggsnótu ef vara er í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum við skil.

 

Öryggisskilmálar og trúnaður:

Seimei meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma. Seimei heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem gefnar eru upp í sambandi við viðskiptin. Upplýsingar eru aldrei afhendar þriðja aðila og eru þær ávallt varðveittar á tryggan og öruggan hátt.

 

Eignarréttur:

Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.

 

Verð, virðisaukaskattur og fl.:

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að afturkalla viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti.

 

Lög og varnarþing:

Rísi mál milli kaupanda og seljanda um túlkun skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.  Lögheimili og varnarþing seimei.is er í Garðabæ.