Afhendingartími:

Afhendingartími er að jafnaði 1-4 virkir dagar frá því að gengið hefur verið frá pöntun og að greiðsla hefur átt sér stað. Varan er að jafnaði póstlögð innan tveggja virkra daga frá því að greiðsla hefur borist. Varan er send kaupanda heim að dyrum.

Viðskiptavinum er velkomið að sækja vörur til okkar í verslun okkar í Ármúla 20.

Sendingarkostnaður:

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Sendingarkostnaður fellur niður á pöntunum umfram 15.000 kr. innan höfuðborgarsvæðisins.

Athygli skal vakin á því að kaupandi greiðir sendingarkostnað vegna stærri vara sbr. húsgögn.

Sendingar erlendis:

Seimei.is sendir einnig pantanir erlendis. Ef fólk hefur áhuga á að nýta sér slíka þjónustu biðjum við það vinsamlegast um að senda okkur póst á seimei@seimei.is og við svörum innan sólarhrings.