Tojiro SD Molybdenum Mini Light Deba – 105mm F1050
Um Deba hnífa:
Deba hnífar eru brýndir öðru megin á blaðinu og hin brúnin á blaðinu slétt. Hryggurinn á blaði Deba hnífa er þykkur sem gefur hnífnum voldugt yfirbragð. Deba hnífar henta einkar vel í að sneiða þykkt kjöt, í grænmetið eða í að flaka fisk. Deba er japanskt lag á hníf sem á rætur sínar að rekja til Edo tímabilsins (1603-1868) í Japan.
Blað og handfang:
Blaðið er úr Molybdenum Vanadium stáli sem er vel ryðvarið og fullkomið fyrir áhugamanninn í eldhúsið. Stálið heldur vel brýningu og krefst því minni viðhalds en önnur óryðvarin stál.
Handfangið er úr magnólíuviði með kraga úr plastefni. Handfanginu er hægt að skipta út.
Viðhald:
Gæða hnífa á aldrei að setja í uppþvottavél. Heitt vatn á að duga og sápa ef þörf er á. Best að nota mjúkan svamp.
Gott er að brýna hnífinn reglulega, þó aldrei minna en einu sinni á ári. Þar sem Deba hnífar eru brýndir aðeins öðru megin á blaðinu má ekki nota hefðbundin borðbrýni. Best er að nota stein, ef slík kunnátta er fyrir hendi, eða leita til fagmanns með hnífinn til brýningar.
Best er að geyma hnífinn þar sem blaðið er verndað. T.d. á hnífasegli á vegg. Þegar gengið er frá blautum hníf er lang best að strjúka yfir hann með þurrum klút eða pappír til að ná mestri bleytu af honum. Ef blautur hnífur fer upp á vegghengdan hnífasegul er gott að tryggja að vatn leki ekki ofan í magnólíuviðar handfangið. Það eykur endingu blaðsins og handfangsins.