Um Nakiri hnífa:
Nakiri lagið á hnífum eru hefðbundnir japanskir grænmetishnífar. Hnífarnir eru gjarnan ferkantaðir í laginu og brýnda brún blaðsins flöt og bein. Þetta gerir hnífinn tilvalinn í að skera og sneiða grænmeti. Blaðið er gjarnan þynnra en á öðrum japönskum hnífum, t.d. Deba hnífum. Þunna blaðið þykir henta vel í sneiðingar á mjúkri fæðu en leggjast illa á bein. Til þess eru einmitt Deba hnífar. Þó Nakiri sé hugsaður í grænmeti hentar hann einnig prýðilega til sneiðingar á úrbeinuðu kjöti, t.d lamba-fillé eða slíku.
Blað og handfang:
Blaðið er 165 mm langt úr þremur lögum af stáli. Innst er bitlagið úr VG10 stáli sem heldur biti lengi og vel. Bitlagið er svo klædd með sitthvoru laginu af 13-Chrome stáli sem stenst álag af mikilli notkun og er vel ryðvarið. Þriggja laga stál hnífar henta áhugafólki einkar vel í eldhúsið.
Handfangið er úr magnólíuviði með kraga úr plastefni. Handfanginu er hægt að skipta út.
Viðhald:
Gæða hnífa á aldrei að setja í uppþvottavél. Heitt vatn á að duga og sápa ef þörf er á. Best að nota mjúkan svamp.
Gott er að brýna hnífinn reglulega, þó aldrei minna en einu sinni á ári. Hægt er að nota hefðbundinn borðbrýni, t.d. keramík brýninn frá Tojiro (F-641). Best er þó að brýna á blautum brýningasteini, eða láta fagfólk um brýninguna.
Best er að geyma hnífinn þar sem blaðið er verndað. T.d. á hnífasegli á vegg. Þegar gengið er frá blautum hníf er lang best að strjúka yfir hann með þurrum klút eða pappír til að ná mestri bleytu af honum. Ef blautur hnífur fer upp á vegghengdan hnífasegul er gott að tryggja að vatn leki ekki ofan í viðar handfangið. Það eykur endingu blaðsins og handfangsins.