Stærð mottu getur algjörlega breytt útliti og andrúmslofti stofu. Of lítil motta getur látið rýmið líta afkáralega út og of stór motta getur jafnvel minnkað rýmið. Rétt stærð á mottuna færir rými jafnvægi og hlýju og fullkomnar rýmið.
Hversu stór á motta í stofu að vera?
Stofumotta er miðja rýmisins, þannig að hún þarf að vera þægileg og líta út þannig að hún tilheyri rýminu. Þó erfitt geti verið að ákveða stærð á mottu og engin ein ákveðin regla sem gildi um stærðir þá eru til nokkrar góðar leiðbeiningar. Eitt gott ráð til að sjá fyrir sér mottuna er að setja málarateip á gólfið þar sem mottan á að vera og finna þannig passlega stærð.
Það er stundum sagt að stærð skipti máli í mottum, og þá því stærri því betri. En það gengur samt ekki alltaf upp. Í litlum rýmum passar kannski ekki að fylla út í rýmið með mottu, það getur í raun gert það að verkum að rýmið virðist minna en það er. Þetta útlit getur gengið í mjög litlum rýmum en getur mislukkast og brún mottu má alls ekki vera meira en örfáum sentimetrum frá sófa annars getur útlitið mislukkast.
Þetta útlit er kannski algengast, að framfætur sófa fari yfir mottuna og hún sé ca. 100cm lengri en sófinn sem stendur á henni. Breiddin ætti þá að vera þannig að fætur stóla á móti eða til hliðar við sófann nái með framfætur inná mottuna líka. Þetta er ágætt þegar sófi stendur nálægt eða upp við vegg.
Þegar rýmið er stórt og bíður upp á að húsgögn standi í miðju rými fer best að hafa stóra mottu í miðju rýminu og öll húsgögn standi ofan á mottunni.