2019 árið framundan

Goa rúmteppi

Í upphafi nýs árs er full ástæða til að endurstilla sig. Byrjun árs hefur yfir sér einhvern ljóma og allt virðist mögulegt. Fólk setur sér ný takmörk og heit. Á hverju ári koma fram nýir straumar og stefnur í innanhúshönnun alveg eins og tískuheiminum almennt. Oft fylgjast þó að tískustramar í þessu tvennu eins og sérst hefur á litum á fatnaði og húsgögnum síðasta árs og efnisvali. Að kaupa ný húsgögn eða skipta um innréttingar eða bara mála er þó meiri fyrirhöfn en að skella sér út búð og versla sér föt. Því er gott að vanda valið og hugsa til lengri tíma. Ef húsgögn eru vönduð geta þau enst lengi og eiga að gera það. Tími einnota hluta er að enda. Fólk hugsar sig betur um áður en það fer í verslun og kaupir sér sófa því hann á að endast.

En lítum nú aftur til liðins árs og þess sem er framundan og skoðum það sem er ÚTI og hvað er INNI á nýju ári fyrir heimilið. Við skoðum það sem ráðgjafar Elle Decor höfðu um málið að segja.

INNI: Efni og veggfóður með blómamynstri.Hefðbundin blómamunstur, hvort sem þau eru abstract eða ekki þá eru þau inni

blómamunstur
blómamunstur

ÚTI: Ikat munstur frá Indónesíu og trellis munstur

Hin endurnýttu geometrísku munstur  og Ikat munstur frá Asíu eru úti. Þau gera rými mjög gamaldags.

Geómetrísk munstur
Geómetrísk munstur

INNI: Sterkir gimsteina litir, Indigo blátt, emerald grænn, dökk grænn og blágrænn (teal). Að blanda þessum litum í stofu, borðstofu og svefnherbergjum með hvítum arkítektónískum strúktúr í bakgrunni skapa skemmtilega dramtíska tilfinningu.

 

Goa rumteppi
Goa rumteppi
Barcelona, emerald graenn
Barcelona, emerald grænn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Barcelona, blar
Barcelona sófi
Domino
Domino stóll í sterk bleiku flaueli

ÚTI: Kaldir gráir litir víkja fyrir hvítum litum og hlýrri jarðartónum.

Kaldir gráir tónar víkja fyrir hlýrri jarðartónum
Kaldir gráir tónar víkja fyrir hlýrri jarðartónum

INNI: Sjálfbærir handgerðir hlutir úr náttúrulegum efnum verða vinsælir 2019. Fólk þarf á slíkum hlutum að halda á heimilinu til að komast í tengingu við jörðina og rætur sínar.

Handgerð silki bambus motta
Handgerð silki bambus motta, hægt að fá í hvaða stærð og lit sem er.

ÚTI: Hnúta eða kaðla list. Það er alveg kominn tími til að hvíla þessa hluti. Fallegur vefnaður er alltaf góður en nú er komið nóg, óþarfi að festast í áttunda áratug síðustu aldar.

Kadla eda hnuta list
Kaðla eða hnúta list

INNI: Húsgögn úr plexígleri geta gert mikið fyrir rými án þess að hafa of mikil fjónræn áhrif. Þau gera sérstaklega mikið fyrir lítil rými eins og innganga. Á þeim er hægt að koma fyrir alls kyns hlutum án þess að rýmið verði kaótískt.

Plexígler húsgogn
Plexígler gangaborð

ÚTI: Áferða lítil herbergi sem eru eins og of hönnuð með einu útliti. Nú er málið að blanda stílum og litum og viðartegundum, eins og við höfum séð íslenska hönnuði vera að gera undanfarið.

Eintóna rými
Eintóna rým
lagskipt rými
lagskipt rými

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

INNI: Þægindi. Ekki vera naum á þægindin. Allt frá mjúkum teppum upp í þægilega sófa. Það er vert að eyða einu sinni í rétta hlutinn, ekki skipta um á nokkura ára fresti, heldur vanda valið og kaupa vandað. Og ekki kaupa sófa með pullum sem eru út um allt eftir að búið er að setjast í sófann einu sinni. Hver nennir alltaf að vera að taka til eða hrista upp í sófapullum.

Hlýleg og þægileg stofa
Hlýleg og þægileg stofa

ÚTI: Allt rýmið frá miðviki síðustu aldar. Húsgögn frá þessu tímabili eru falleg en að hafa allt í þessum stíl er eins og að vera fastur í tímavél og komast ekki til baka. Að blanda stílum frá ýmsum tímabilum gerir rými mun áhugaverðara.

Föst í tímavél
Föst í tímavél