Albino Miranda – Karpa – Gansk
Það er ánægjulegt að segja frá því að Seimei hefur hafið sölu á húsgögnum og ljósum frá Albino Marinda. Vörurnar frá fyrirtækinu eru sérstök í útliti og hönnun. Samsetning ólíkra efniviða er fáguð og einstök. Hvert eintak er hægt að velja með ólíkum áferðum og því er um sérpantanir að ræða.
Fyrirtækið Albino Miranda var stofnað árið 1989, í Portúgal, og hóf þá að hanna og framleiða húsgögn og skúlptura, uppistaðan er trefjablanda sem Albino Miranda þróaði fyrir skúlptúra sína. Árið 2009 var vörumerkinu KARPA bætt við, það merki samastendur af einstökum og listrænum lúxus húsgögnum sem minna á skúlptúra. Fyrirtækið leitast við að blanda saman ólíkum efnum svo sem steini, trefjasamsetningu og ólíkum viðartegundum
Boabab borðstofuborðið er úr Karpa línunni, Það er hægt að fá í jfölda ólíkra áferða.
Öll smáatriði í frágangi húsgagnanna eru listilega útfærð og hugað að hverju smáatriði.
Árið 2015 stofnsetti Albino Miranda nýtt vörumerki, GANSK, til að þjóna mörkuðum sem leita eftir einfaldri og fágaðri hönnun.
Albino Miranda framleiðir einnig ljós í línunni frá Gansk.
Museo borðstofuborð í Gansk línunni
í verlsun okkar í Síðumúla 13 erum við með prufur fá Albino Miranda með þeim áferðum sem hægt er að velja á húsgögnin. Hægt er að sjá fleiri vörur á heimasíðu Albino Miranda https://www.albinomiranda.pt/en/