Straumar 2017

Straumar 2017

Það er við hæfi í upphafi nýs árs að hugsa um hvað er framundan á árinu í innanhússhönnun. Eftirfarandu er klippt og skorið og deilt frá Vogue, Elle decoration og nokkrum innanhús hönnuðum. Við skulum búa okkur undir ár fullt af glaðlegum litum, skemmtilegum áferðum og nýjum efnum í húsgögnum. Nýjum efnum og endurnýjanlegum.

Grænn.

Þennan glaðlega græna lit munum við sjá í innanhúshönnun, tísku og iðnhönnun. Liturinn var útnefndur litur ársins 2017 hjá Pantone sem oft gefur línuna í litavali í hönnun. Allt frá límónu grænum til smaragðsgræns hvort sem það er á veggi eða á smærri flötum eins og mottum og húsgögnum. Græni liturinn á að tákna ferskleika og endurvakningu, eitthvað sem við þurfum öll á að halda á nýju ári. Sniðugt að fríska upp á heimilið með græna litnum í ár.

 

 

 

Marmari, messing og kopar.

Marmari og messing halda áfram að vera vinsælt árið 2017. Við eigum eftir að sjá þessa samsetningu bæði í eldhúsum, baðherbergjum og annars staðar á heimilinu. Það er eitthvað svo náttúrulegt og hreinlegt við hvíta marmarann og svo iðnaðarlegt, hart en samt glæsilegt við messing og kopar

 

Handgerð húsgög

Á nýja árinu verður lögð áhersla á handunnin og sérstök húsgög. Fólk mun nú aftur líta á húsgög sem fjárfestingu, húsögögn sem endast og eru vel gerð. Húsgön og hluti sem gæða heimilið meiri karakter. Húsgögn úr hlýlegum efnum, bólstruðum sófum, fallegum viði, málmhúsgögnum með karakter. Áhrifa gætir alls staðar að úr heiminum.

 

Brons og messing

Árið 2017 verður fullt af bronslit og messing, málmar sem fylla heimilið hlýleika. Þessir málmar eru mjög klassískir þar sem þeir passa með mörgum innanhús stílum. Skiptir ekki hvort það er í húsgögnum, ljósum, vösum, lömpum eða skálum.

 

 

Áferð hluta og efnis skiptir öllu máli.

Hönnuðir hafa verið að kynna mismunandi áferðir í innanhúshönnun. Áferðir á efnum á húsgögnum sem maður dregst að og langar að koma við, efni eins og flauel og önnur lifandi efni. Plíseringar og fellingar á flaueli og bómull. Allt sem gefur okkur tilfinningu um smá lúxus og líf. Að blanda ólíkum efnum saman, hlýlegum efnum, ólíkum munstrum, veggfóðri og hlýlegum málmum í húsgögnum og munstruðum púðum. Herbergi eiga ekki að vera dauð lengur. Fólk á að búa í þeim og það má sjást.

 

Dökkblátt er nýji svarti liturinn.

Hvort sem við erum að hugsa um húsgögn sem við viljum leggja

áherslu á eða gera upp eldhúsið þá er dökkblátt litur sem verður frekar fyrir valinu en svartur árið 2017. Nútímalegt með íhaldssömu ívavi og dökkblátt gengur svo vel með næstum öllum litum. Liturinn gæðir herbergi dulúð án þess að minnka það eins og svarti liturinn.

 

Hulinn Lúxus

Árið 2017 mun verða endurvakning á földum, hljóðlátum lúxus. Fólk vill finna fyrir ákveðinni lúxustilfynningu á heimilinu, ósviknum og ekta hlýleika sem býður mann velkominn. Þetta þýðir að herbergi verða að vera persónuleg með listmunum, fallegum fylgihlutum og lýsingu og hlýlegum þægilegum húsgögnum. Allt sem er gert með ást og umhyggju veitir gleði.

 

 

Opin rými

Opin rými þar sem fjölskylda og vinir geta komið saman til að borða, vinna, tala saman og taka á móti gestum verða áfram vinsæl. Svart-hvít heimili munu víkja fyrir heimilum sem eru full af handgerðum, fallegum hlutum sem safnað hefur verið af ást og umhyggju. Þar þarf ekki allt að vera í stíl og antíkmunir munu ná vinsældum hjá yngri kynslóðum, þar sem blandað er saman “vintage” hlutum, antík og nútíma hönnun sem gerir heimilin hlýlegri og persónulegri.