Hvað er Bumbus silki?
Bambus silki er hrein náttúru afurð unnið úr bambus plöntunni, að vinnslu lokinni verða til silkimjúkar trefjar sem síðan eru notaðar í vefnað. Bambus silki er mjög endingargott, er ekki ofnæmisvaldandi og hefur örverueyðandi eiginleika.
Silki og bambus silki er er unnið á nákvæmlega sama hátt. Eini munurinn er sá að annað efnið er unnið úr munnvatni silkiorma en hitt er unnið úr bambusplöntunni sem er hraðsprottnasta planta jarðarinnar og er því einstaklega umhverfisvænt efni. Bæði efnin er einvstaklega mjúk viðkomu.
Bambus silki er mjög slitsterkt. Það má nota motturnar þar sem mikil umgengni er og þær láta ekki á sjá í langan tíma og verða ekki mattar. Ef motturnar eru blandaðar með ull eru þær enn sterkari.
Best er að hreinsa bletti úr mottunum með því að setja strax hreint þurrt stykki yfir og þrýsta niður. Þegar öll væta hefur verið þurrkuð upp þá er best að hella sóda vatni yfir blettinn og þrýsta síðan þurru hreinu stykki á blettinn aftur. Að lokum er annað þurrt stykki sett yfir blettinn og þung bók eða annað farg látið liggja á í smá tíma. Ef blettur fer ekki úr er best að fara með mottuna til fagmanns í hreinsun t.d. Teppahreinsunina Skúf í Kópavogi. Aldrei nudda bambus silki mottu með bursta eða grófri tusku.
Motturnar eru handunnar og eftir vinnslu eru þær klipptar og snyrtar og síðan þvegnar. Það geta komið þræðir upp úr mottunum, alls ekki toga í þá heldur klippið þá með beittum skærum.
Ló getur komið úr mottunni til að byrja með en alls ekki mikil. Það er helst ef eitthvað nuddast við mottuna í einhvern tíma. Best er að ryksuga mottuna ekki með burstan á ryksugunni ekki niðri. Burstarnir eru mis grófir og geta rifið í þræðina á mottunni.
Bambus silki og ull eru með endurnýjanlegustu efnum/vefnaði jarðar. Hugsum um jörðina okkar.