Það má segja að mottur eigi stóran þátt í að skapa rými og gera þau hlýleg. Mottur ramma einnig inn rými og afmarka þau á vissan hátt. Mottur geta verið alls konar, og hægt er að finna mottur sem passa í öll rými. Einfaldar einlitar mottur upp í flóknar handhnýttar persneskar mottur.
Hljóðvist
Mottur bæta hljóðvist. Því meira efni og áklæði inni í rými því betri hljóðvist. Hver kannst ekki við stofur með berum gólfum og rúllugardínum og leðursófasetti þar sem er alltaf glymjandi. Ef bætt er við gardínum, mottum og húsgögnum með áklæðum breytist hljóðvistin strax. Efnið gleypir í sig glymjandann.
Gæði
Eins og aðrar vörur þá eru mottur til í mörgum gæðaflokkum. Það er oft talað um handgerðar mottur, þær geta einnig verið í mörgum gæðaflokkum. Hvað þýðir handgert, það þýðir að það er gert í höndum s.s. ekki vélgert. Það er þó mikill munur á milli motta sem eru handhnýttar og hand „tufted“. Handhnýttar mottur getur tekið allt frá vikum upp í mánuði að hnýta meðan það tekur kannski dag að gera hand „tufted“ mottu. Það gefur auga leið að það er mikill vinnusparnaður í þessu og þess vegna ættu þær mottur að vera mun ódýrari. Motturnar líta svipaðar út við fyrstu sýn þó er auðvelt að sjá muninn á botninum.
Hand „tufted“ mottur eru gerðar þannig að strigi er stengdur í ramma og síðan eru þær flosaðar með litlu tæki. Striginn er síðan límdur á striga botn og þannig má sjá hvort mottur eru hand „tufted“.
Þó handhnýttar mottur og hand „tufted“ geti litið svipaðar út þá er mikill mundur á gæðum og endingu. Handtufted mottur endast mun skemur en með góðri meðferð geta þær enst nokkuð vel. Hand „tufted“ mottur eru það sem er kallað „semi“ handgerðar og þræðir geta losnað úr þeim og haldið áfram að losna með árunum en í handhnýttum mottum gerist þetta síður þar sem þræðirnir eru hnýttir fastir.
Hand „tufted“ mottur geta verið sniðugar fyrir þá sem eru að spara við sig eða vilja skipta oft út húsmunum og mottum.
Hanhnýttar mottur eru sterkari og endingarbetri. Þær geta enst í margar kynslóðir. Þó þær séu dýrari þá eru þær alltaf peninganna virði. Þar sem mikið álag er á svæðum eins og göngum, anddyrum og stofum er betra að hafa handhnýttar mottur sem þola meira álag.
Það er auðvelt að þekkja handhnýttar mottur með því að snúa þeim við og líta á botninn. Hnútarnir eiga að sjást eins og á þessari handhnýttu bambus mottu.
Hérna er gott dæmi um handhnýtta grófa ullarmottu. Hnútarnir sjást vel á röngunni.
Við hjá Seimei erum alltaf til í að svara spurningum um mottur, bæði hentugar stærðir og mismunandi gæði.