Tré drumba borð er hægt að nota á ýmsa vegu. Þau eru fullkomin sem hliðarborð, sem aukasæti eða kollur, sem auka borðpláss til skreytingar t.d. fyrir plöntur, blóm eða aðra skraut/listmuni, sem náttborð, möguleikarnir eru fjölmargir.
Nú þegar mörg heimili eru minimalísk er gaman að hrista aðeins upp í því og bæta við smá ,,raw“ eiginleikum eða hráum munum sem gerir rýmið meira lifandi.
Paco hliðarborðin sem eru til hjá Seimei koma frá Filippseyjum og eru úr Acacia harðviði. Liturinn á Acacia viðnum er sérlega fallegur, hann er mjög sterkur og endingagóður. Viðurinn hefur verið vinsæll til húsbygginga og í húsgögn sem eiga að endast. Hvert borð er einstakt og náttúrulegum lit viðarins leyft að njóta sín.
Acacia viðurinn er skorinn á þann hátt að tréð sjálft geti haldið áfram að vaxa, þetta gerir framleiðsluna sjálfbæra og náttúruvæna. Það er mikil vinna á bakvið hvert borð, en það skiptir miklu máli að þurrka viðinn á réttann hátt svo hægt sé að nota hann til húsbygginga eða í húsgögn. Þessi þurrkun getur tekið sinn tíma. Þegar borðin eru þurrkuð myndast gjarnan litlar sprungur í viðinn sem gerir hvert borð einstakt og fallegt. Aðeins eru notuð náttúruleg efni og ,,food-safe“ lökk og olíur á viðinn. Borðin eru síðan innpökkuð í endurunninn pappa og ekkert plast eða önnur fyllingarefni eru notað við flutning borðanna.
Hvert borð er mjög þungt, eða um 50-60 kg.
Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir til innblásturs –
Paco hliðarborðin eru afar falleg nokkur saman. – Sjá meira hér: https://seimei.is/vara/paco-hlidarbord/
Paco Hliðarborðið/kollurinn kostar 27.990 hjá Seimei.