Tojiro SD Molybdenum Sashimi – 270mm F1058
Sjá má fleiri tojiro hnífa hjá Seimei hér
Um Yanagi-ba hnífa:
Yanagi hnífar eru brýndir öðru megin á blaðinu og hin brúnin á blaðinu bogin inn á við. Blaðið er mjög þunnt sem kemur í veg fyrir að belgur blaðsins rífi fiskinn þegar hann er sneiddur.
Þessi tegund hnífa er sérstaklega hönnuð til þess að sneiða fisk í sashimi eða nigiri sushi. Þeir eru einmitt oft kallaðir sashimi-bōchō (sashimi-hnífur). Yanagiba hnífahönnunin á rætur að rekja til japanskrar sverðaframleiðslu, og er ein af hornsteinum í japanskri hnífagerðalist, og ætti auðvitað að nýtast vel hér á Íslandi, enda fiskiþjóð mikil.
Blað og handfang:
Blaðið er úr Molybdenum Vanadium stáli sem er vel ryðvarið og fullkomið fyrir áhugamanninn í eldhúsið. Stálið heldur vel brýningu og krefst því minni viðhalds en önnur óryðvarin stál.
Handfangið er úr magnólíuviði með kraga úr plastefni. Handfanginu er hægt að skipta út.
Viðhald:
Gæða hnífa á aldrei að setja í uppþvottavél. Heitt vatn á að duga og sápa ef þörf er á. Best að nota mjúkan svamp.
Gott er að brýna hnífinn reglulega, þó aldrei minna en einu sinni á ári. Þar sem Yanagiba hnífar eru brýndir aðeins öðru megin á blaðinu má ekki nota hefðbundin borðbrýni. Best er að nota stein, ef slík kunnátta er fyrir hendi, eða leita til fagmanns með hnífinn til brýningar.
Best er að geyma hnífinn þar sem blaðið er verndað. T.d. á hnífasegli á vegg. Þegar gengið er frá blautum hníf er lang best að strjúka yfir hann með þurrum klút eða pappír til að ná mestri bleytu af honum. Ef blautur hnífur fer upp á vegghengdan hnífasegul er gott að tryggja að vatn leki ekki ofan í magnólíuviðar handfangið. Það eykur endingu blaðsins og handfangsins.