STRANDATINDUR 1 KR – Flugfrímerki 40x50cm
Þann 18. ágúst 1947 komu út sex flugfrímerki með landslagsmyndum frá jafn mörgum stöðum. Á þeim má sjá þær flugvélategundir, sem þá voru í eigu Íslendinga. Á 15 aura frímerki er mynd frá Þingvöllum, en frá Ísafirði á 30 aura frímerki. Mynd frá Akureyri er á 75 aura frímerki, en á 1 krónu frímerki er Strandartindur við Seyðisfjörð. Á 2 krónu frímerki er fjallið Þyrill í Hvalfirði.
Frímerkin voru hönnuð og teiknuð af Halldóri Péturssyni listamanni. Verkið er prentað á 40x50cm hágæða off-white 220 gr. pappír.
Sjá má fleiri plaköt hjá Seimei hér.