Sigtuna kerti – Hvít – 20cm x 30cm frá Sigtuna Stearinljusfrabrik
22cm kerti passa í flesta venjulega kertastjaka, má segja að það sé stöðluð stærð. Þessi kerti brenna 2cm á klukkutíma og því er brennitíminn 20 tímar.
Sjá má meira kertaúrval hjá Seimei hér
Kertin eru framleidd með mikilli nákvæmni og stóru hjarta. Aðeins er notað stearin í hæsta gæðaflokki og unnið við nákvæmt hitastig sem gerir að verkum að kertin brenna mjög hægt. Kertin sem eru 6mm brenna ca. 1cm á klukkustund.
Handverkið, hefðin og stoltið við að framleiða vöru í hæsta gæðaflokki með sem minnstu áhrifum á náttúruna er í heiðri haft hjá fjölskyldunni í Sigtuna Stearinljusfrabrik.
Það er ekkert sem skapar jafn góða stemmningu og kertaljós. Á augabragði er hægt að ná fram gleði – og hátíðartilfinningu með kertaljósi. Það er auðvelt að láta gesti finnast þeir vera velkomnir með því að kveikja á kertum. Það tekur bara nokkrar sekúndur. Loginn blossar upp en er samt kjur og síðan kemur góða lyktin með tilheyrandi vellíðunartilfinningu.
Sigtuna Stearinljusfabrik framleiðir kerti fyrir betri veitingastaði, hallir, kirkjur og vel valdar sérverslanir.