Rib steikarhnífar – gjafasett 2stk – burstað stál, frá Cutipol. Rib hnífurinn er hannaður til að falla vel í lófa. Hann er úr sér hertu stáli þannig að bit heldur sér vel. Gyllingin er 24 caröt.
Sjá má fleiri hnífapör hjá Seimei hér.
Betra er að þvo ekki Rib hnífana í uppþvottavél þar sem það getur skemmt blaðið ef það nuddast við annað stál. Þar sem carbon hlutfall er hátt í stálinu er gott að þvo þá ekki með sterku uppþvottaefni með miklum klór í þar sem þeir geta þá ryðgað eða komið blettir í stálið. Best er að þrífa hnífana strax eftirnotkun og þurrka þá áður en gegnið er frá þeim. Til að skaftið haldifallegum litnum betur er gott að setja matarolíu á það öðru hvoru.
Cutipol fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki í eigu þriðju kynslóðar sömu fjölskyldu. Í gegnum tíðina hefur fjölskyldan haft nýsköpun og sérþekkingu að leiðarljósi. Mikil gæði er ekki ltið á sem kost heldur algjöra nauðsyn. Skynsamlegt val á hráefnum og notendavæn hönnun eru í fyrirrúmi. Einföld, praktísk og fáguð hönnun með fullkomnun sem loka afurð er leiðarljós framleiðandans.
Þó nútíma tækni sé notuð við mest af framleiðslunni spilar hefðbundin handverks kunnátta enn stóran þátt í framleiðslunni.