Nordic Interior book – Bókin er sjónræn og upplifun fyrir alla með áhuga á innanhúshönnun og fagurfræði almennt. Bókin veitir innsýn í björt og falleg finnsk heimili. Hvítir fletir gefa ljós og veita tilfinningu fyrir rými. Það er norrænt að nota viðarfleti í innanhússhönnun, það er eins og það stafi af þrá eftir náttúrinni. Í bókkinni voru valin fallegustu og áhugaverðustu heimilin sem höfundar hafa unnið við undanfarin ár. Öll heimilin eru einstök og andrúmsloftið endurspeglar persónuleika eigendanna og hafa myndrænar sögur að segja. Hin fallega birta norðursins ljómar í myndunum þar sem aðeins hefur verið notuð náttúruleg lýsing.Heimili er aldrei tilbúið og lífið heldur stöðugt áfram. Ferðin frá hýbili að heimili getur verið stutt eða löng, saga hvers heimilis er ólík og alltaf einstök. Heimilið er yfirleitt mikilvægasti staður fyrir alla.
Útgefandi: Cozy Publishing oy.
Stærð: 28cm x 22cm
Blaðsíður: 171
Tungumál: enska