Morphic – Rifts – 200x300cm – ljósgrá . Hönnun Rifts mottunnar úr Morphic línu Agnella rugs er inblásin af formum úr klettum og jarðlögum. Munstur mottunnar er kraftmikið og óreglulegt sem gefur henni einstakan karakter. Mishár vefnaðurinn skapar munstrið sem gefur mottunni ákveðið þrívíddar form sem breytist eftir því hvernig birtan fellur á mottuna.
Rifts mottan er fullkominn kostur fyrir þa´sem vilja ákveðna tilvísun í náttúruna á heimili sínu en kunna að meta nútímalega hönnun og vönduð vinnubrögð. Mottan er stílhrein og einföld.
Ullar mottur eru frábær leið til að bæta hljóðvist. Ullar mottur draga í sig 10 sinnum meiri hljóð en önnur gólfefni. Þetta eykur á þægindi á heimilinu.
Sjá má fleiri mottur hjá Seimei hér.