Morphic – Botanica – 200x300cm – ljósgrá. Botanica mottan úr Morphic línu Agnella rugs, mottan er eftirgerð af Botanica lágmyndinni eftir Ladnini Design Studio. Mynstrið er endurgert hér með einföldun á plöntumynstri, mishár vefnaðurinn þar sem tvenns konar lykkjur og annar vefnaður skapar mynstrið. Þetta gefur mottunni ákveðið þrívíddar form sem breytist eftir því hvernig birtan fellur á mottuna.
Morphic – Botanica mottan er fullkominn kostur fyrir þa´sem vilja ákveðna tilvísun í náttúruna á heimili sínu en kunna að meta nútímalega hönnun og vönduð vinnubrögð. Mottan er stílhrein og einföld.
Ullar mottur eru frábær leið til að bæta hljóðvist. Ullar mottur draga í sig 10 sinnum meiri hljóð en önnur gólfefni. Þetta eykur á þægindi á heimilinu.
Sjá má fleiri mottur hjá Seimei hér.