HEKLA 12 AUR – Heklufrímerki 40x50cm. Þann 3. Desember, 1948 gaf Póst- og símamálastofnunin út sjö frímerki til að minnast þess, að 29. mars 1947 hófst mikið gos í eldfjallinu Heklu eftir rúmlega aldarhlé. Hekla hefur verið víðfrægasta eldfjall Íslands um aldir. Íslensk póstyfirvöld sáu hér ágætt tækifæri til að minna bæði á Heklu og eins land og þjóð með útgáfu almennra frímerkja með myndum frá gosinu. Frímerki hannað og teiknað af Stefáni Jónssyni, arkitekt. Verkið er prentað á 40x50cm hágæða off-white 220 gr. pappír.
Sjá má fleiri plaköt hjá Seimei hér.