GULLFOSS 5 KR – Fossar 1956 40x50cm
Um aldamótin 1900 hófst rafvæðingaöld á Íslandi, en fyrst að marki á öðrum tug aldarinnar þegar tekið var að virkja vatnsaflið. Öllum var ljóst, hvílíkur kraftur var óbeislaður í íslenskum fallvötnum. Urðu snemma miklar umræður um þessi mál í ræðu og riti. Á næstu þremur áratugum risu upp nokkur stór raforkuver, sem ollu miklum straumhvörfum hér á landi. Þessarar merku þróunar á íslensku þjóðlífi minntist póststjórnin með útgáfu átta almennra frímerkja, sem komu út 4. apríl. Stærstu raforkuver, sem þá voru risin, eru á fjórum merkjanna, en síðan kunnustu fossar, sem þá voru óbeislaðir og eru enn í dag.
Frímerki hannað og teiknað af Stefáni Jónssyni, arkitekt. Verkið er prentað á 40x50cm hágæða off-white 220 gr. pappír.
Sjá má fleiri plaköt hjá Seimei hér.