Fuglahús rautt – Fuglahúsin eru bæði hús og matari. Á hlið þeirra eru pinnar sem fuglar geta setið á og matast. Mjög góðar festingar fylgja sem festar eru í tré eða steinvegg og húsinu smellt á það, þannig að auðvelt er að taka það inn yfir vetur ef maður vill. Húsin eru mjög sterk og þola vel veðrun. Sjá má öll fuglahús sem við erum með frá Wildlife Garden hér: https://seimei.is/voruflokkur/gardurinn/smavara-gardurinn/fuglahus/
Einkennisorð Wildlife Garden er að deila gleði og þekkingu. Fyrirtækið er lítið fjölskyldufyrirtæki með mikinn metnað í framleiðslunni, tekið er tillit til náttúrunnar og allir litir eiturefnalausir og pakkningar umhverfisvænar. Passað er að þetta komi ekki niður á endingu húsanna. Wildlife Garden er vinafyrirtæki WWF og gefa árlega peininga til þeirra verkefna.
Sjá má fleiri vörur frá Wildlife Garden hér: https://www.wildlifegarden.com/