Farmer´s Market karfa – tilvalin fyrir pick nickið eða hvað sem er. Hönnuð af Farmer´s Market og framleidd af vefurum í Brama Town, Sierra Leone. Þar sem körfurnar eru handgerðar getur verið smávægilegur munur á útliti og stærð.
Mál: hæð 28cm – lengd 44cm – breidd 24cm
Aurora Foundation hefur komið að margs konar þróunar verkefnum í Sierra Leone í yfir áratug. Landið er staðsett á verstur strön Afríku og er þekkt fyrir náttúrufegurð og auðlindir. Þar er ein lægsta innkoma á íbúa í heiminum. Landið samanstendur af nánum samfélögum sem standa vel saman og þar sem fólk af ólíkum trúarbrögðum búa saman í friði og sátt.
Aurora Foundation eru samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskini. Samtökin miða að því að vera öflugur hvati fyrir þróun og menningu með því að veita samfélaginu sterka uppörvun.