Chesterfield sófar hafa verið kallaðir konungar allra sófa vegna klassísks glæsileika þeirra og þæginda. Nafn sófanna kemur frá fjórða jarlinum af Chesterfield sem pantaði sér fyrstur slíkan sófa. Hann var þekktur fyrir góðan smekk og því þótti enginn maður með mönnum á 19. öld í Bretlandi nema hann ætti slíkan sófa í stofunni.
Nú hafa Chesterfield sófarnir aftur veitt innanhúshönnuðum innblástur og má víða sjá þá í bæði ljósum drapplituðum tónum og einnig í skærum gimsteina litum.
Ndesign er fjölskyldufyrirtæki sem er með verslanir í um 70 löndum. Fyrirtækið sýnir á stærstu vöru sýningum í heiminum t.d. Salone del Mobile í Mílanó, CIFF í Kína, High Point í Bandaríkjunum og fl.
Fyrirtækið framleiðir mikið úrval af húsögnum og erum við aðeins með lítið brot af því í versluninni hjá okkur. Húsgögnin er hægt að panta í fjölda áklæða og lita og alla sófa er hægt að fá í nokkrum lengdum.