Crown loftljós – Svart- 105cm frá Artwood.
Ljósið er 160cm með keðju + extra 80cm keðja sem hægt er að kaupa auka. Ljósaperur fylgja ekki með en hægt er að panta þær með ef vill. Það þarf 20 perur í 105cm ljósið E14, max 25W.
Artwood var stofnað árið 1969, fyrirtækið er fyrst og fremst heildsala fyrir smávöruverslanir á norðurlöndum. Fyrir utan að vera með eigin vörulínu er fyrirtækið einnig dreifingaraðili fyrir valda hönnuði. Seimei er með valda hluti frá Artwood í versluninni en þar liggur einnig bæklingur frá Artwood og hægt er að sérpanta fjöldan allan af húsgögnum og smávöru. Vörulínan er mjög breið og einkar vönduð og glæsileg.
Sjá má fleiri loftljós hjá Seimei hér.