Rúnirnar eru framleiddar af Tyr Art Factory. Fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 2005 af listamanninum Tý Þórarinssyni. Týr lærði kvikmyndagerð í Cape town Film and Television School þaðan sem hann útskrifaðist árið 1989. Hann hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður, grafískur hönnuður og ljósmyndari.
Ástarrúnin færir elskendur saman. Eigandi rúnarinnar var elskuð eða elskaður af þeim sem hann óskaði ef táknið var meðhöndlað af virðingu.