Útsala!

Kashan teppi 210cm x 313cm

320.000 kr. 224.000 kr.

Kashan teppi

Mál: 210cm x 313cm

Á lager

Vörunúmer: LB22101 Flokkar: , ,

Lýsing

Kashan er ein elsta borg Íran, hlutar hennar eru upprunalega frá því 6000 f.k. Sumir vilja meina að vitringarnir þrír hafi komið þaðan, hvort sem það er rétt eða ekki sýnir það orðstír borgarinnar til forna.

Kashan teppi hafa verið unnin í borginni frá 18. öld. Kashan borg er með eina lengstu hefðina í mið Íran í teppaframleiðslu. Teppin þaðan þekkjast vel og eru með fallegustu og þekktustu teppum frá Persíu. Þegar fólk hugsar um persneskar mottur er það oft hefðbundin teppi frá Kashan sem það hefur í huga. Oftast með tígli í miðju umkringdu rauðu með fílabeinshvítum og bláum kanti. Kashan borg er umkringd eyðimörk og á mikið af staðbundnum efnivið til framleiðslunnar. Upprunalega var merino ull influtt frá Manchester í Bretlandi í bestu teppin frá Íran. Í seinni tíð hefur ull frá Sabzevar í Íran verið notuð, sem er talin besta ull í Íran.

Gæðin á Kashan teppum eru venjulega mjög mikil, mörg hver blönduð með silki. Uppistaðan er oftast bómull þó geta bestu teppin verið úr hreinu silki. Ullin í teppunum á að vera mjúk og hnútarnir þéttir. Verðið fer oft eftir hnútafjölda á sentimetra. Flest teppin frá Kashan eru með tíglamynstri í miðjunni og persnesku blómamunstri í kring en eins og frá öðrum svæðum geta mótívin verið misjöfn. Vinsælir litir eru fílabeins hvítt, rautt, blátt og mjúkir grænir litir.

 

 

 

Viðbótarupplýsingar

Stærð 210 x 313 cm