Breath kertastjaki og vasi – hærri, hannaður af Jon Elisason sem er sænskur hönnuður sem hefur hannað vörur fyrir mörg helstu merki Svíþjóðar á sviði innanhúshönnunar. Þar má nefna IKEA, Orrefors, Gustafsberg, Ahlens og fleiri. Hann hefur nú stofnað sitt eigið spennandi merki og mun Seimei bæta við vörum úr merkinu eftir því sem þær koma á markað. Það er gaman að taka inn vörur frá ungum og upprenandi merkjum. Sjá má fleiri vörur frá You and Yang inn á Seimei vefnum.
Fylgist með hvernig blómið drekkur vatnið og framleiðir súrefni fyrir kertalogann. Vatnið gefur viðkvæmum kertastjakanaum jafnvægi og þyngd.
You and yang framleiða vel hannaðar gæða vörur fyrir heimilið, borðstofuborðið er þeirra leikvöllur. Sjá má fleiri vörur frá You and Yang hér: You and Yang