Amaï keramik vörurnar voru hannaðar af Inu og Ingrid frá Svíþjóð og Hollandi, þær bjuggu í Víetnam þegar þær stofnuðu fyrirtækið. Þær hönnuðu matarstellið með “The East meets West” í huga. Þegar þær fluttu frá Víetnam seldu þær fyrirtækið og framleiðslan hefur haldið áfram þar með þeirra hugmyndir í fyrirrúmi þ.e. hógvær og fáguð hönnun á skálum, diskum og bollum í mörgum stærðum.
Vörurnar virka mjög brothættar en eru í raun mjög sterkar. Þær eru gerðar úr kaoline leir og þola uppþvottavélar og örbylgjuofna.
Það sem gerir vörurnar sérstakar er að þær eru með háglans glerung að innan en mattar að utan. Þegar haldið er á bolla eða disk finnur maður fyrir hráleikahlutarins en þegar horft er niður á hlutinn sést hinn fullkomni ófullkomleiki forms þeirra með háglans að innan.