Rúnirnar eru framleiddar af Tyr Art Factory. Fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 2005 af listamanninum Tý Þórarinssyni. Týr lærði kvikmyndagerð í Cape town Film and Television School þaðan sem hann útskrifaðist árið 1989. Hann hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður, grafískur hönnuður og ljósmyndari.
Áttaviti er galdrarún sem vísar þér leiðina gegnum lífið. Sá sem á þessa rún týnist aldrei og finnur alltaf rétta leið.