Anemonía – hvít, einstaklega raunverulegt blóm, viðkoman er eins og alvöru blóm
Fleiri gerviblóm má sjá hér: https://seimei.is/voruflokkur/stofa/smavara/gerviblom/
Nafnið Anemonía kemur úr Grísku og þýðir vindblóm. Samkvæmt Grískri goðafræði urðu Anemóníur til úr tárum Afródítu þegar hún syrgði ástmann sinn Adonis, eftir að hann var drepinn af guðunum þar sem þeir voru afbrýðisamir vegna ástarsambands hans við hina fallegu gyðju ástarinnar.
Anemóníur eru taldar merka tilhlökkun vegna þess að blómin loka sér á næturnar og opna sig við dagrenningu. Blómin tákna einnig slökun og minna okkur á að njóta augnabliksins. Einnig eru þau talin tákna einlægni vegna viðkvæms útlits.