Tojiro DP Santoku kokkahnífur vestrænn – 170mm

19.890 kr.

Á lager

Lýsing

DP (Decarburization Prevention) Santoku kokkahnífur með vestrænum skurði og handfangi.

170mm blað úr þriggja laga kóbalt stálblöndu. Hnífurinn er í heild 295mm langur og 180gr.

Miðhluti blaðsins er úr VG-10 stáli sem er mýkra en ytri lögin tvö úr hörðu og endingargóðu ryðfríu stáli.

Hnífurinn er handgerður. Þó að hnífurinn heiti Santoku, þá er hann blanda af vestrænum kokkahníf og japönskum (santoku). Blaðið er með 9-12° sveigju, og efri partur hnífsins talsvert beygður, þó ekki alveg eins og japanskur. Handfangið er vestrænt.

Tojiro er japanskur framleiðandi sem á sér aldalanga sögu í hnífa og sverðaframleiðslu. Allir hnífarnir eru handsmíðaðir og fylgir þeim lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.